Geir: Munum ræða við forsvarsmenn Framsóknarflokksins á morgun

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Geir H. Haarde, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Sjónvarpinu nú í kvöld hann myndi ræða við Jón Sigurðsson, formann Framsóknarflokksins um framhald kosninganna á morgun. Sagði Geir að mikil breyting hefði orðið á stöðunni frá því fyrstu tölur lágu fyrir og að hafi það verið markmið stjórnarandstöðuflokkanna að fella ríkisstjórnina hafi það mistekist. Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú vera aðbæta við sig þremur þingsætum og að eftir 16 ár sé það rosalega góður árangur.

Geir sagði Sjálfstæðismenn þurfa að byrja á því þegar endanlegar niðurstöður liggi fyrir að tala við Framsóknarflokksins um framhaldið og það hvort forsendur séu fyrir áframhaldandi samstarfi þessara tveggja flokka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert