Geir: Útstrikanir hafa ekki áhrif á stöðu Björns

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði útstrikanir á nafni Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra ekki hafa áhrif á stöðu hans innan flokksins. Þá sagði hann að það muni koma honum mjög á óvart hafi um 20% kjósenda Sjálfstæðisflokksins strikað yfir nafn hans eins og líkum hefur verið leitt að. Það sé hins vegar réttur kjósenda að koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti.

Geir sagðist einnig hafa heyrt að nafn Árna Mathiesen og Árna Johnsen hafi verið strikað út í Suðurkjördæmi. Þá ítrekaði hann að hann teldi auglýsingu Jóhannesar í Bónus, þar sem kjósendur voru hvattir til að strika yfir nafn Björns hafi verið ósmekkleg og óviðeigandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka