Guðjón Arnar: Frjálslyndi flokkurinn hefur fest sig í sessi

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson. mbl.is/Ásdís

„Það tókst ekki að fella ríkisstjórnina. Hún heldur velli og því er Kaffibandalagsstjórnin sem við höfðum alltaf stefnt að ekki lengur inni í myndinni,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. „Ég get ekki betur séð en að Frjálslyndi flokkurinn sé búinn að festa sig í sessi sem afl í íslenskri pólítík og menn geta gleymt því að vera að gefa út dánartilkynningar fyrir okkar hönd.“

Spurður um möguleika á að taka þátt í stjórnarsamstarfi til að styrkja nauman meirhluta ríkisstjórnarinnar segir Guðjón að þeir myndu skoða það út frá málefnum og í raun geti þeir rætt við hvern sem er. Stólar og titlar skipti ekki höfuðmáli í þeim efnum. En þeir séu ekki á leið í stjórn á meðan að ríkisstjórnin sé ekki fallin en hún sé afskaplega naum. „Þetta veltur á því hvort að formaður Framsóknarflokksins ætlar að standa við það sem hann sagði í gær að þeir teldu sig ekki geta starfað áfram í ríkisstjórn með svona lélega útkomu,“segir Guðjón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert