Miklar sviptingar í þingsætum

Miklar sviptingar hafa verið í uppbótarþingsætum nú undir morgun. Um tíma var útlit fyrir að Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, yrði uppbótarmaður í Reykjavíkurkjördæmi norður en þegar tölur voru birtar úr Norðvesturkjördæmi klukkan rúmlega 7 féll Jón út og Samúel Örn Erlingsson, frambjóðandi Framsóknarflokks í Suðvesturkjördæmi, kom inn.

Ýmsar aðrar breytingar urðu á sama tíma. Þannig kom Ellert B. Schram inn sem uppbótarþingmaður Samfylkingar í Reykjavík norður en Lára Stefánsdóttir datt út í Norðausturkjördæmi og Höskuldur Þór Þórhallsson, frambjóðandi Framsóknarflokks, kom inn.

Þá kom Kristinn H. Gunnarsson, frambjóðandi Frjálslynda flokksins, inn sem uppbótarmaður í Norðvesturkjördæmi en Kolbrún Stefánsdóttir datt út í Suðvesturkjördæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert