Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun

Forustumenn stjórnmálaflokkanna fylgjast með lestri talna í Útvarpshúsinu.
Forustumenn stjórnmálaflokkanna fylgjast með lestri talna í Útvarpshúsinu. mbl.is/ÞÖK

Ríkisstjórnin hélt velli í Alþingiskosningunum í gær. Þegar lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi laust fyrir klukkan 9 í morgun lá fyrir, að Sjálfstæðisflokkur hafði fengið 36,6% og 25 þingmenn, bætt við sig þremur mönnum frá síðustu kosningum og Framsóknarflokkur 11,7% og 7 þingmenn, tapaði fimm. Við lestur lokatalna færðist eitt þingsæti frá Framsóknarflokki til Sjálfstæðisflokks.

Samfylking fékk 26,8% og 18 þingmenn, tapaði tveimur mönnum frá síðustu þingkosningum. Vinstrihreyfingin-grænt framboð fékk 14,3% og 9 þingmenn, bætti við sig fjórum mönnum, Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,2% og 4 þingmenn, jafnmikið og árið 2003. Íslandshreyfingin fékk 3,3% atkvæða en engan þingmann kjörinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka