Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun

Forustumenn stjórnmálaflokkanna fylgjast með lestri talna í Útvarpshúsinu.
Forustumenn stjórnmálaflokkanna fylgjast með lestri talna í Útvarpshúsinu. mbl.is/ÞÖK

Rík­is­stjórn­in hélt velli í Alþing­is­kosn­ing­un­um í gær. Þegar loka­töl­ur bár­ust úr Norðvest­ur­kjör­dæmi laust fyr­ir klukk­an 9 í morg­un lá fyr­ir, að Sjálf­stæðis­flokk­ur hafði fengið 36,6% og 25 þing­menn, bætt við sig þrem­ur mönn­um frá síðustu kosn­ing­um og Fram­sókn­ar­flokk­ur 11,7% og 7 þing­menn, tapaði fimm. Við lest­ur loka­talna færðist eitt þing­sæti frá Fram­sókn­ar­flokki til Sjálf­stæðis­flokks.

Sam­fylk­ing fékk 26,8% og 18 þing­menn, tapaði tveim­ur mönn­um frá síðustu þing­kosn­ing­um. Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fékk 14,3% og 9 þing­menn, bætti við sig fjór­um mönn­um, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fékk 7,2% og 4 þing­menn, jafn­mikið og árið 2003. Íslands­hreyf­ing­in fékk 3,3% at­kvæða en eng­an þing­mann kjör­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka