Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, komst inn á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður í Suðvesturkjördæmi þegar lokatölur birtust í nótt. Siv sagði við Sjónvarpið, að hún hefði verið orðin frekar vonlítil þegar leið á nóttina og væri því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.
Siv sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að meta þá stöðu, sem hann er í áður en ákvörðun yrði tekin um hvort hann tæki þátt í stjórnarsamstarfi.