Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sagði í viðræðum flokksformannanna í Sjónvarpinu í kvöld að það væri ógæfa að flokkar með svipaðar hugsjónir skuli dreifa kröftum sínum með því að bjóða fram hver í sínu lagi í stað þess að sameinast í einum flokki. Sagðist hann hafa hugsað þetta er framboð Íslandshreyfingarinnar kom en ekki þótt viðeigandi að segja það þá.
Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar svaraði því til að ekki væri sanngjarnt að setja hlutina þannig upp og hefta fólk í fjögurra flokka kerfi með hræðsluáróðri. Annað hvort séum við með lýðræði hér á landi eða ekki.