Tuttugu og tveir nýir þingmenn þegar rúmlega helmingur atkvæða hefur verið talin

Þegar búið er að telja 54% atkvæða á landinu öllu er ljóst að tuttugu og tveir nýir þingmenn setjast á hið háa Alþingi í fyrsta sinn. Mest nýliðun er í Sjálfstæðisflokknum en átta nýir þingmenn koma úr þeim flokki. Sjö nýir þingmenn setjast á þing fyrir hönd Samfylkingunnar, þrír framsóknarmenn setjast í fyrsta sinn á þing og þrír úr Vinstri grænum verma sæti Alþingis á komandi kjörtímabili ef fer sem fram horfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert