Verið að skoða ýmis mál varðandi hugsanlegt samstarf

Jón Sigurðsson, Guðjón A. Kristjánsson og Geir H. Haarde fylgjast …
Jón Sigurðsson, Guðjón A. Kristjánsson og Geir H. Haarde fylgjast með kosningatölum í sjónvarpssal í gærkvöldi.

Jón Sig­urðsson, formaður Fram­sókn­ar­flokk­ur, seg­ir að þeir Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og for­sæt­is­ráðherra, hafi í dag hist og farið yfir ýmis mál viðkom­andi því hvort flokk­arn­ir haldi hugs­an­lega áfram stjórn­ar­sam­starfi.

„Við ákváðum að taka okk­ur tíma til þess að fara yfir þau mál,“ sagði Jón við Morg­un­blaðið. „Það er eng­inn al­menn­ur ágrein­ing­ur í rík­is­stjórn­inni og við erum ein­fald­lega að fara yfir alla þessa þræði og þætti með vin­sam­leg­um mál­efna­leg­um hætti. Þá reyn­ir á hvort samstaða verður um að starfa sam­an áfram.“

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar lét Jón að því liggja að yrði fylgi við Fram­sókn­ar­flokk­inn í sam­ræmi við slæmt gengi hans í skoðana­könn­un­um yrði flokk­ur­inn lík­lega ekki áfram í rík­is­stjórn.

„Þá var ég að tala um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður. Stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður eru ekki hafn­ar. Við erum að tala sam­an sem sam­starfs­menn í rík­is­stjórn sem hef­ur meiri­hluta á þingi. Það er al­veg ljóst að miðað við niður­stöður kosn­ing­anna þá munu Fram­sókn­ar­menn ekki hafa neitt frum­kvæði, að minnsta kosti ekki í fyrstu áföng­um í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum.“

En hef­ur verið rætt við Fram­sókn­ar­flokk­inn um að koma að ann­ars kon­ar stjórn­ar­mynstri?

„Það eru alls kon­ar kvik­sög­ur á ferðum sem fara eins og goluþytur um eyr­un,“ svaraði Jón. Hann kvaðst ekki hafa fengið nein­ar form­leg­ar beiðnir í þessa veru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert