DHL segist áskilja sér rétt til að opna pakka

Flutn­inga­fyr­ir­tækið DHL hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna mis­brests við af­greiðslu utan­kjör­fund­ar­at­kvæða á leið til Íslands en um­slög, með at­kvæðunum í, voru opnuð áður en þau komust á áfangastað og því voru þau úr­sk­urðuð ógild. Seg­ist DHL líta málið al­var­leg­um aug­um en það áskilji sér rétt til þess að opna pakka, sé þess tal­in þörf.

Yf­ir­lýs­ing­in er eft­ir­far­andi:

    Á sama tíma og alþjóðlega flutn­inga­fyr­ir­tækið DHL harm­ar að mis­brest­ur hafi orðið á af­greiðslu utan­kjör­fund­ar­at­kvæða í ný­af­stöðnum Alþing­is­kosn­ing­um, sem send voru með fyr­ir­tæk­inu, ósk­ar DHL eft­ir að koma eft­ir­far­andi á fram­færi:

    Svo tryggja megi ör­yggi send­inga DHL áskil­ur fyr­ir­tækið sér rétt til þess að opna pakka, sé þess tal­in þörf. Sé pökk­um eða um­slög­um lokað í viðurvist starfs­manna DHL eiga þeir ekki að vera opnaðir aft­ur, held­ur skulu þeir sér­stak­lega merkt­ir að ör­yggis­kröf­um DHL hafi verið full­nægt. Í þessu til­viki virðist sem þetta ferli hafi mis­far­ist. Starfs­menn sem sinna ör­yggis­eft­ir­liti fyr­ir fyr­ir­tækið í Bost­on ákváðu að inni­hald um­slags­ins skyldi kannað nán­ar. Hlutaðeig­andi aðilum hef­ur verið gerð grein fyr­ir máls­at­vik­um og DHL mun í fram­hald­inu fara ít­ar­lega yfir verklags­regl­ur varðandi send­ing­ar sem þess­ar.

    Rétt er að taka fram að DHL lít­ur þetta mál mjög al­var­leg­um aug­um. Eins er rétt að taka fram að tug­ir þúsunda utan­kjör­fund­ar­at­kvæða eru send með DHL á ári hverju og kom­ast ábyggi­lega í hend­ur réttra aðila.

    Svipað til­vik kom upp í Alþing­is­kosn­ing­un­um 2003. Þá benti fyr­ir­tækið á að DHL ætti í sam­starfi við stjórn­völd víða um heim vegna utan­kjörstaðakosn­inga. Í slík­um til­vik­um geta borg­ar­ar um­ræddra ríkja nálg­ast kjör­gögn á skrif­stof­um DHL og fyr­ir­tækið trygg­ir að kjör­seðlarn­ir kom­ist til kjör­stjórna í tæka tíð. Íslensk­um stjórn­völd­um hef­ur staðið til boða að ganga til slíks sam­starfs frá ár­inu 1999.

    Svo tryggja megi að svona nokkuð end­ur­taki sig ekki mun DHL skrifa bæði fé­lags­málaráðuneyt­inu og dóms­málaráðuneyt­inu bréf. Þar verður óskað eft­ir sam­starfi og ráðgjöf frá stjórn­völd­um, svo tryggja megi að öll utan­kjör­fund­ar­at­kvæði ber­ist skamm­laust í kosn­ing­um framtíðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert