Geir: Sérstök ákvörðun ef stjórnarsamstarfið heldur ekki áfram

Nýjum þingmönnum Sjálfstæðisflokks var fagnað vel á þingflokksfundinum í kvöld.
Nýjum þingmönnum Sjálfstæðisflokks var fagnað vel á þingflokksfundinum í kvöld. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði við Sjón­varpið eft­ir að þing­flokks­fundi flokks­ins lauk í kvöld, að hann hefði á fund­in­um farið yfir þá stöðu, sem við blas­ir eft­ir þing­kosn­ing­arn­ar. Geir sagði, að staðan væri sú, að rík­is­stjórn­in sæti áfram nema sér­stök ákvörðun verði tek­in um annað og ekki þyrfti sér­stak­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður milli stjórn­ar­flokk­anna tveggja. Þeir þyrftu hins veg­ar að fara yfir það hvort póli­tísk­ar for­send­ur væru fyr­ir áfram­hald­andi sam­starfi.

Geir sagði aðspurður um orðróm um aðra kosti, að ýms­ir væru að tala sam­an í þing­hús­inu eins og gengi þegar svona stæði á og ekk­ert væri óeðli­legt við það.

Geir sagðist á fund­in­um hafa fengið umboð þing­flokks­ins til að vinna úr þessu máli eins og best væri fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og þá von­andi einnig fyr­ir þjóðina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert