Einar Sveinbjörnsson: Framsóknarflokkur verði utan stjórnar

Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra og miðstjórnarmaður í Framsóknarflokknum, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að allar hugmyndir þess efnis að Framsóknarflokkurinn haldi áfram ríkisstjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum séu fráleitar í ljósi kosningaúrslitanna, slíkt sé vanhugsað feigðarflan.

Einar segir, að tal um annars konar stjórnarþátttöku flokksins sé út í hött. Allra síst eigi Framsóknarflokkurinn að leiða VG til valda, þann flokk sem með ófyrirleitni og á stundum hreinum níðingsskap hafi hamast á Framsóknarflokknum um langa hríð, segir Einar.

„Forysta flokksins verður að skilja skilaboð kjósenda og Framsóknarflokkurinn með lægsta fylgi í sinni 90 ára sögu getur fátt annað gert en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu. Hann taki sér nú góðan tíma til að skipuleggja pólitíska viðspyrnu og endurmeti stefnu sína og starfshætti. Þannig hefji menn nýja sókn til fyrri stöðu flokksins þar sem stefnan verði sett á 20% fylgi í næstu kosningum," segir Einar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka