Össur: Samfylkingin á í engum formlegum stjórnarviðræðum

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarp­héðins­son, formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að sér sé ekki kunn­ugt um það að Sam­fylk­ing­in eigi í form­leg­um viðræðum við aðra flokka um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Hann sagði í sam­tali við mbl.is að á þing­flokks­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í dag hafi það umboð verið ít­rekað sem Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fékk á þing­flokks­fundi á sunnu­dag­inn um að hún færi með mál Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ef til henn­ar verði leitað til stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna.

„Það er ró og friður og festa yfir vötn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Við för­um okk­ur að engu óðslega og fylgj­umst með þess­ari at­b­urðarrás sem er í gangi núna. Við erum ekki á nein­um upp­boðsmarkaði,“ sagði Össur.

Hann seg­ir að ef aðrir flokk­ar myndu myndu setja sig í sam­band við Sam­fylk­ing­una, t.d. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, þá hefði Ingi­björg fullt og óskorað umboð flokks­ins til að ræða þau mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert