Össur: Samfylkingin á í engum formlegum stjórnarviðræðum

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir að sér sé ekki kunnugt um það að Samfylkingin eigi í formlegum viðræðum við aðra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Hann sagði í samtali við mbl.is að á þingflokksfundi Samfylkingarinnar í dag hafi það umboð verið ítrekað sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, fékk á þingflokksfundi á sunnudaginn um að hún færi með mál Samfylkingarinnar ef til hennar verði leitað til stjórnarmyndunarviðræðna.

„Það er ró og friður og festa yfir vötnum Samfylkingarinnar. Við förum okkur að engu óðslega og fylgjumst með þessari atburðarrás sem er í gangi núna. Við erum ekki á neinum uppboðsmarkaði,“ sagði Össur.

Hann segir að ef aðrir flokkar myndu myndu setja sig í samband við Samfylkinguna, t.d. Sjálfstæðisflokkurinn, þá hefði Ingibjörg fullt og óskorað umboð flokksins til að ræða þau mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert