Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns

mbl.is/Kristinn

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur birt tölur um útstrikanir á framboðslistum í alþingiskosningunum um helgina. Samkvæmt þeim strikuðu 2514 kjósendur Sjálfstæðisflokksins yfir nafn Björns Bjarnasonar, sem var í 2. sæti listans. Listinn fékk 13.841 atkvæði í kjördæminu og strikuðu því rúmlega 18,1% kjósenda flokksins Björn út.

Landskjörstjórn mun fara yfir þessar tölur og birta endanlegar niðurstöður, væntanlega á sunnudag, en líklegt er að þetta þýði að Björn færist niður um eitt sæti á listanum og Illugi Gunnarsson, sem var í 3. sæti, fari upp í 2. sætið.

Að sögn Sveins Sveinssonar, formanns yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður var ákveðið að veita upplýsingar um þá sem fengu 50 útstrikanir eða fleiri á framboðslistunum í kjördæminu. 119 strikuðu yfir nafn Ástu Möller, Sjálfstæðisflokki, 182 strikuðu yfir nafn Kolbrúnar Halldórsdóttur, VG, 141 strikaði yfir nafn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Samfylkingu, og 97 yfir nafn Marðar Árnasonar, sama flokki. Loks strikuðu 50 yfir nafn Jónínu Bjartmarz, Framsóknarflokki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka