Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna

Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde svara spurningum fréttamanna í …
Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde svara spurningum fréttamanna í Stjórnarráðinu. mbl.is/Ómar

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, og Jón Sig­urðsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks, til­kynntu í dag, að þeir hefðu kom­ist að þeirri sam­eig­in­legu niður­stöðu um að ekki væri grund­völl­ur fyr­ir áfram­hald­andi sam­starfi flokk­anna í rík­is­stjórn. Geir sagði að hann myndi á morg­un ganga á fund for­seta Íslands og biðjast lausn­ar fyr­ir fyr­ir sig og ráðuneyti sitt. Sagðist hann reikna með því, að leita eft­ir viðræðum við Sam­fylk­ing­una um stjórn­ar­mynd­un og hugs­an­lega muni flokk­arn­ir hefja þær viðræður á morg­un.

Geir sagði, að sam­starf flokk­anna tveggja und­an­far­in 12 ár hefði verið gott og eng­inn mál­efna­leg­ur ágrein­ing­ur væri uppi milli þeirra en við nú­ver­andi aðstæður hefði þótt rétt, að stokka þessi spil upp á nýtt. Sagði Geir ljóst, að sam­starf með eins manns meiri­hluta á Alþingi, við þær aðstæður sem nú væru, yrði erfitt og myndi reyna mjög á sam­heldni og styrk sam­starfs­ins. Það væri mat manna að að þetta væri í heild sinni of veikt til að far­sælt yrði að halda sam­starf­inu áfram. Aðal­atriðið væri að hér á landi sæti öfl­ug stjórn með styrk­an meiri­hluta á bakvið sig og það gætu þess­ir tveir flokk­ar ekki skaffað.

„Við höf­um ekki áhuga á að sitja í rík­is­stjórn bara til að sitja. (...) Eins at­kvæðis meiri­hluti er ein­fald­lega ekki nógu trygg­ur," sagði Geir.

Vissu af mikl­um áþreif­ing­um annarra flokka
Jón sagði, að það hefði einnig haft áhrif á þing­flokk fram­sókn­ar­manna, að menn þar hefðu vitað af mikl­um áþreif­ing­um annarra flokka en ljóst hefði verið, eft­ir að úr­slit kosn­ing­anna lágu fyr­ir, að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi halda sig til hlés í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum. Þing­flokk­ur­inn hefði í dag farið mjög vand­lega yfir málið og niðurstaðan væri þessi. Samstaða væri í hópn­um um að ekki væri hægt að halda áfram sam­starf­inu við nú­ver­andi skil­yrði og menn hefðu full­an hug á því að vinna úr þess­ari stöðu.

Um eig­in stöðu sem formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins sagði Jón, að hún yrði rædd á næst­unni og fram­sókn­ar­menn yrðu fyrst­ir til að frétta af þeim umræðum.

Geir sagði aðspurður, að hann hefði rætt við Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í síma en það hefðu ekki verið nein­ar samn­ingaviðræður. Hann sagðist hins veg­ar ekki hafa verið í sam­töl­um við aðra flokka held­ur hefðu þing­menn allra flokka verið að tala sam­an með óform­leg­um hætti. Þá sagði Geir ljóst, að styttra væri á milli Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks en Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs og einnig yrði þing­meiri­hluti þess­ara flokka meiri ef af yrði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert