Framsóknarmenn vilja ekki ræða um fundinn

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, kemur af fundi þingflokksins í dag.
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, kemur af fundi þingflokksins í dag. mbl.is/Ómar

Fundi þingflokks Framsóknarflokks er lokið en fundarmenn vildu lítið sem ekkert tjá sig um það sem þar fór fram. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, svaraði þó neitandi þegar hann var spurður hvort á fundinum hefði verið rætt um að hætta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Þeir Jón og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, héldu síðan á fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert