Geir og Ingibjörg sest á fund

Ingibjörg Sólrún kemur til fundar við Geir H. Haarde nú …
Ingibjörg Sólrún kemur til fundar við Geir H. Haarde nú síðdegis.

Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks, og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sett­ust á fund í Alþing­is­hús­inu nú klukk­an 16:30. Er fund­ur­inn hald­inn í kjöl­far þess, að þeir Geir og Jón Sig­urðsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks, lýstu því yfir í dag að þeir teldu ekki rétt að halda áfram sam­starfi flokk­anna tveggja í rík­is­stjórn í ljósi þess hve þing­meiri­hluti þeirra væri lít­ill.

Geir lýsti því yfir í dag, að hann myndi ganga á fund for­seta Íslands á morg­un og biðjast lausn­ar fyr­ir sig og ráðuneyti sitt og jafn­framt að hann hygðist hefja viðræður við Sam­fylk­ing­una um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka