Geir og Ingibjörg sest á fund

Ingibjörg Sólrún kemur til fundar við Geir H. Haarde nú …
Ingibjörg Sólrún kemur til fundar við Geir H. Haarde nú síðdegis.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, settust á fund í Alþingishúsinu nú klukkan 16:30. Er fundurinn haldinn í kjölfar þess, að þeir Geir og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokks, lýstu því yfir í dag að þeir teldu ekki rétt að halda áfram samstarfi flokkanna tveggja í ríkisstjórn í ljósi þess hve þingmeirihluti þeirra væri lítill.

Geir lýsti því yfir í dag, að hann myndi ganga á fund forseta Íslands á morgun og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og jafnframt að hann hygðist hefja viðræður við Samfylkinguna um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka