Þingflokkur Framsóknarflokks á fundi

Skrifstofur Framsóknarflokksins við Hverfisgötu.
Skrifstofur Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. mbl.is/Ómar

Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins sit­ur nú á fundi í hús­næði flokks­ins við Hverf­is­götu í Reykja­vík og fjall­ar um hvort halda eigi áfram stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokk. Eng­ar frétt­ir hafa borist af fund­in­um, sem hófst fyr­ir há­degið.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag, að viðræðum formanna flokk­anna tveggja und­an­farna daga hafi lítið miðað áfram. Inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi þing­menn og aðrir trúnaðar­menn flokks­ins vax­andi efa­semd­ir um, að þing­flokk­ur fram­sókn­ar­manna verði nægi­lega traust­ur sam­starfsaðili og frá full­trú­um flokks­ins í sveit­ar­stjórn­um og öðrum trúnaðarmönn­um víðs veg­ar um land ber­ist frétt­ir um að tak­markaður áhugi sé meðal stuðnings­manna flokks­ins á óbreyttu stjórn­ar­sam­starfi.

Þá hafi Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra og vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gerst talsmaður þeirra hópa inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem hall­ist að sam­starfi við Sam­fylk­ing­una en inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins eru líka áhrifa­mikl­ir aðilar, sem telji, að Vinstri græn­ir gætu orðið betri sam­starfsaðilar í rík­is­stjórn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert