Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs

Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde.
Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde. mbl.is/Brynjar Gauti

Vaxandi vantrú er á framhald ríkisstjórnarsamstarfsins innan bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ástæðan er ekki sú, að einhverjar uppákomur hafi orðið í viðræðum formanna flokkanna, þeirra Geirs H. Haarde og Jóns Sigurðssonar, heldur vegna hins að í raun hafi ekkert gerzt í þeim viðræðum og þeim hafi ekkert miðað áfram.

Innan Sjálfstæðisflokksins hafa þingmenn og aðrir trúnaðarmenn flokksins vaxandi efasemdir um, að þingflokkur framsóknarmanna verði nægilega traustur samstarfsaðili. Frá fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum og öðrum trúnaðarmönnum víðs vegar um land berast fréttir um að takmarkaður áhugi sé meðal stuðningsmanna flokksins á óbreyttu stjórnarsamstarfi.

Innan Framsóknarflokksins telja menn sig merkja meira áhugaleysi meðal sjálfstæðismanna á framhaldi stjórnarsamstarfsins en fyrr í vikunni.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gerzt talsmaður þeirra hópa innan Sjálfstæðisflokksins, sem hallast að samstarfi við Samfylkinguna. En innan Sjálfstæðisflokksins eru líka áhrifamiklir aðilar, sem telja, að Vinstri grænir gætu orðið betri samstarfsaðilar í ríkisstjórn. Ljóst er að þingmenn Sjálfstæðisflokksins munu fylgja leiðsögn Geirs H. Haarde í þessum efnum. Formenn stjórnarflokkanna ræddust við a.m.k. tvisvar í gær en ekkert bendir til þess að þau samtöl hafi orðið til að viðræðum um áframhaldandi samstarf miðaði áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka