Formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde við upphaf fundarins …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde við upphaf fundarins í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Júlíus

Fyrsti form­legi viðræðufund­ur Geirs H. Haar­de, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hófst klukk­an 14 í Ráðherra­bú­staðnum. Geir fékk í dag umboð for­seta Íslands til að hefja viðræður um mynd­un rík­is­stjórn­ar þess­ara tveggja flokka en þau Geir og Ingi­björg áttu fund í gær þar sem þau ákváðu að hefja slík­ar viðræður.

Ingi­björg Sól­rún sagði við frétta­menn fyr­ir fund­inn, að mik­ill stuðning­ur væri inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við þess­ar stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður og hún gengi til þeirra full af bjart­sýni og vonglöð um að það tak­ist að ná niður­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert