Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefst núna klukkan 14 í Ráðherrabústaðnum. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks, fékk í dag umboð forseta Íslands til að hefja viðræður um myndun ríkisstjórnar þessara tveggja flokka en þau Geir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, áttu fund í gær þar sem þau ákváðu að hefja slíkar viðræður.