Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kom klukkan 11 á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. Geir skrifaði nafn sitt í gestabók Bessastaða og síðan héldu þeir Ólafur Ragnar inn í Bókhlöðuna á fund. Ólafur Ragnar tók fram, að óvíst væri hve sá fundur tæki langan tíma.