Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokks, segir að niðurstaðan af fundi Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, staðfesti þær sögur að viðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi verið komnar mjög langt.
„Þetta staðfestir þær sögur, að viðræðurnar hafi verið komnar mjög langt á milli þessa aðila og farið fram á sama tíma og við Geir vorum að tala saman," sagði Jón, aðspurður um viðbrögð við ákvörðun forseta Íslands að veita Geir H. Haarde umboð til ríkisstjórnarviðræðna við Samfylkingu.
„Ég stend við það, að Baugsstjórnin er að verða að veruleika" sagði Jón ennfremur.