Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram um helgina

Stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verður haldið áfram um helgina. Gert er ráð fyrir að fundað verði síðdar í dag og jafnframt á morgun.

„Vinnunni miðar hratt og vel áleiðis. Við erum vinnusamt fólk sem göngum árla úr rekkju og göngum seint til náða og erum hugfangin af þessu nýja verkefni,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, við Morgunblaðið í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert