Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Þingvöllum …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Þingvöllum í dag mbl.is/Ómar

Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram á Þingvöllum í dag en forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ræddust við þar fram í kvöld í gær í bústað forsætisráðherraembættisins. Viðræður eru sagðar ganga vel, en ólíklegt er talið að tilkynnt verði um nýja stjórn í dag.

Fram kom í fréttum Útvarpsins að þau Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokks, og Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður og varaformaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður og Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, hittust á Þingvöllum nú um hádegisbil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert