Fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks lokið

Geir H. Haarde gerir flokksráði Sjálfstæðisflokks grein fyrir málefnasamningi.
Geir H. Haarde gerir flokksráði Sjálfstæðisflokks grein fyrir málefnasamningi. mbl.is/ÞÖK

Fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokksins er lokið í Valhöll en hann tók um 40 mínútur. Á fundinum var lögð fram tillaga um að flokkurinn tæki þátt í ríkisstjórn með Samfylkingunni og var sú tillaga einróma samþykkt með lófataki. Geir H. Haarde, formaður flokksins, kynnti þann málefnasamning, sem flokkarnir hafa gert. Nú mun þingflokkur Sjálfstæðisflokks setjast á fund og fjalla um tillögu Geirs að ráðherralista.

Gert er ráð fyrir að í hlut Sjálfstæðisflokks komi forsætisráðherraembættið, menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti, sem verða sameinuð, fjármálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert