Fundir formanna Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar með þingmönnum flokkanna hafa haldið áfram eftir hádegið. Þingmenn hafa lítið viljað tjá sig um þessa fundi utan að þeir hafi verið ánægjulegir. Stofnanir flokkanna tveggja hafa verið kallaðar saman í kvöld til að fjalla með formlegum hætti um nýja ríkisstjórn og er gert ráð fyrir að ráðherralistar flokkanna verði birtir í kjölfarið.