Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra

Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins …
Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í kvöld. mbl.is/GSH

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son tek­ur við heil­brigðisráðuneyt­inu í nýrri rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar og er hann eini nýi ráðherr­ann í hópi sjálf­stæðismanna. Sturla Böðvars­son verður ekki ráðherra í nýrri rík­is­stjórn en tek­ur við embætti for­seta Alþing­is. Ann­ars eru ráðherr­ar þeir sömu og í síðustu rík­is­stjórn.

Geir H. Haar­de verður for­sæt­is­ráðherra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir verður mennta­málaráðherra, Árni M. Mat­hiesen verður fjár­málaráðherra, Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra og Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Arn­björg Sveins­dótt­ir verður áfram formaður þing­flokks­ins.

Sam­fylk­ing­in fær ráðuneyti ut­an­rík­is­mála, fé­lags­mála, sam­göngu­mála, iðnaðar­mála, viðskipta­mála og um­hverf­is­mála. Síðar í kvöld verður vænt­an­lega greint frá hverj­ir verða ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Stefnu­yf­ir­lýs­ing nýrr­ar rík­is­stjórn­ar verður kynnt á blaðamanna­fundi á Þing­völl­um klukk­an 11 í fyrra­málið en áður mun Geir H. Haar­de ganga á fund for­seta Íslands og til­kynna hon­um að hann hafi myndað rík­is­stjórn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert