Jón afhenti Björgvin og Össuri lykla

Jón Sigurðsson afhendir Björgvin G. Sigurðssyni lyklavöld að viðskiptaráðuneytinu.
Jón Sigurðsson afhendir Björgvin G. Sigurðssyni lyklavöld að viðskiptaráðuneytinu. mbl.is/ÞÖK

„Ég mun leggja mesta áherslu á nýja atvinnulífið,“ sagði Össur Skarphéðinsson viðskiptaráðherra eftir að hafa tekið við lyklum í viðskiptaráðuneytinu úr höndum Jóns Sigurðssonar fráfarandi ráðherra. Jón óskaði Össurri góðs gengis í nýju verkefni og flýtti sér síðan yfir ganginn til að afhenda Björgvin G. Sigurðssyni, nýjum viðskiptaráðherra, lyka að ráðuneytinu.

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið eru tvær sjálfstæðar einingar, en Jón hefur verið ráðherra beggja ráðuneytanna. Hann sagði við eftirmenn sína að í ráðuneytinu væri afar gott starfsfólk og hvatti þá til að nýta vel starfskrafta þeirra.

Björgvin sagði samkeppnismál, neytendamál og allt sem liti að fjármálastarfsemi í landinu væru meginverkefni viðskiptaráðuneytisins. Hann sagðist hlakka til að takast á við þessi verkefni.

Fyrst um sinn að minnsta kosti verða bæði Össur og Björgvin með skrifstofu í Arnarhváli.

Jón Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson í Arnarhváli í dag.
Jón Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson í Arnarhváli í dag. mbl.is/ÞÖK
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert