Kristinn leiðir þingflokkinn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Þing­flokk­ur Frjáls­lynda flokks­ins kom sam­an í fyrra­dag og skipti með sér verk­um. Formaður var kjör­inn Krist­inn H. Gunn­ars­son, vara­formaður Jón Magnús­son og Grét­ar Mar Jóns­son er rit­ari.

Á fund­in­um var fjallað um vanda Flat­eyr­ar og í álykt­un seg­ir að nú­ver­andi staða Flat­eyr­ar, sem og annarra sjáv­ar­byggða á land­inu, sé lýs­andi dæmi þess að al­manna­hags­mun­um sé vikið til hliðar fyr­ir sér­hags­muni út­val­inna og auðsöfn­un þeirra.

„Þing­flokk­ur Frjáls­lynda flokks­ins tel­ur að Alþingi verði þegar í stað að end­ur­reisa at­vinnu­frelsi í sjáv­ar­út­vegi með því að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða," seg­ir í álykt­un­inni og enn­frem­ur: „Þing­flokk­ur Frjáls­lynda flokks­ins krefst þess af nýrri rík­is­stjórn að hún láti vanda sjáv­arþorp­anna til sín taka án taf­ar og lýs­ir sig reiðubú­inn til sam­starfs um far­sæla niður­stöðu fyr­ir íbú­ana sem og lands­menn alla."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert