Meginmarkmið stjórnmála að skapa samfélag þar sem fólki líður vel

Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Geir H. Haarde flytur stefnuræðu sína í kvöld. mbl.is/Brynjar Gauti

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, flutti stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. Geir fór í ræðunni yfir stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar og sagði stjórn­ar­flokk­ana hafa sett sér afar metnaðarfull mark­mið á mörg­um sviðum, sem öll ættu það sam­eig­in­legt að stuðla að auk­inni vel­sæld ís­lensku þjóðar­inn­ar.

„Þetta er auðvitað meg­in­mark­mið stjórn­mál­anna, að bæta kjör al­menn­ings og skapa hér fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag þar sem fólki líður vel; að skapa um­hverf­i­s­vænt sam­fé­lag sem við get­um verið stolt af og skapa hér sam­keppn­is­hæft og aðlaðandi um­hverfi fyr­ir okk­ar kröft­uga at­vinnu­líf. Með öðrum orðum, ís­lenskt sam­fé­lag sem verður áfram í fremstu röð þjóða heims á hvaða lífs­kjara­mæli­kv­arða sem litið er. Ég horfi björt­um aug­um til þess kjör­tíma­bils sem nú er að hefjast og tel það fela í sér mik­il tæki­færi til þess að gera gott sam­fé­lag enn betra," sagði Geir.

Hann sagði, að hin nýja rík­is­stjórn byggðist á sam­starfi tveggja stærstu stjórn­mála­flokka lands­ins. „Þess­ir flokk­ar hafa ein­sett sér að mynda frjáls­lynda um­bóta­stjórn um kraft­mikið efna­hags­líf, öfl­uga vel­ferðarþjón­ustu, bætt­an hag heim­il­anna og aukna sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins. Með þessi meg­in­mark­mið að leiðarljósi stefn­ir hin nýja rík­is­stjórn á vit nýrra tíma á þeim trausta grunni sem lagður hef­ur verið á und­an­förn­um árum."

Stefnuræða for­sæt­is­ráðherra

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert