Nýir þingmenn taka þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra

Nýir þing­menn úr öll­um flokk­um taka þátt í umræðum um stefnuræðu for­sæt­is­ráðherra, sem fer fram á Alþingi í kvöld. Umræðurn­ar hefjast klukk­an 19:50 og standa yfir í um tvær klukku­stund­ir.

Umræðurn­ar skipt­ast í þrjár um­ferðir. For­sæt­is­ráðherra hef­ur 20 mín­út­ur til fram­sögu en aðrir þing­flokk­ar en þing­flokk­ur for­sæt­is­ráðherra hafa 12 mín­út­ur í fyrstu um­ferð, í ann­arri um­ferð hafa þing­flokk­arn­ir 6 mín­út­ur en í þeirri þriðju 5 mín­út­ur hver þing­flokk­ur.

Röð flokk­anna er í öll­um um­ferðum þessi:

Sjálf­stæðis­flokk­ur
Vinstri hreyf­ing­in - grænt fram­boð
Sam­fylk­ing­in
Fram­sókn­ar­flokk­ur
Frjáls­lyndi flokk­ur­inn.

Ræðumenn fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk verða Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra í fyrstu um­ferð, Ólöf Nor­dal, í ann­arri um­ferð og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son heil­brigðisráðherra í þriðju um­ferð.

Ræðumenn fyr­ir Vinstri­hreyf­ing­una - grænt fram­boð verða Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, í fyrstu um­ferð, í ann­arri Katrín Jak­obs­dótt­ir og í þriðju um­ferð Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir.

Ræðumenn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar verða í fyrstu um­ferð Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra í ann­arri og Guðbjart­ur Hann­es­son í þriðju um­ferð.

Fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk tala Guðni Ágústs­son í fyrstu um­ferð, í ann­arri Siv Friðleifs­dótt­ir og í þriðju um­ferð Hösk­uld­ur Þór­halls­son.

Fyr­ir Frjáls­lynda flokk­inn tala í fyrstu um­ferð Guðjón A. Kristjáns­son, Krist­inn H. Gunn­ars­son í ann­arri um­ferð en í þriðju um­ferð Jón Magnús­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert