Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar

Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar fyrir þingkosningarnar um miðjan maí samkvæmt samantekt Capacent Gallup og sagt var frá í fréttum Útvarpsins. VG varði minnstu fé en samkomulag var milli flokkanna um að verja ekki meira en 28 milljónum í birtingar auglýsingar í fjölmiðlum sem dreift er á landsvísu.

Samfylkingin varði 27,3 milljónum til að birta auglýsingar fyrir kjördag. Framsóknarflokkurinn varði 27 milljónum, Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndi flokkurinn 20,5 milljónum hvor flokkur og Vinstrihreyfingin-grænt framboð 17,5 milljónum.

Framsóknarflokkur auglýsti ofast í sjónvarpi, Samfylkingin eyddi mest flokka í útvarpsauglýsingar en Frjálslyndi mestu í blaðaauglýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka