Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar

Sam­fylk­ing­in og Fram­sókn­ar­flokk­ur vörðu mestu fé í aug­lýs­ing­ar fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar um miðjan maí sam­kvæmt sam­an­tekt Capacent Gallup og sagt var frá í frétt­um Útvarps­ins. VG varði minnstu fé en sam­komu­lag var milli flokk­anna um að verja ekki meira en 28 millj­ón­um í birt­ing­ar aug­lýs­ing­ar í fjöl­miðlum sem dreift er á landsvísu.

Sam­fylk­ing­in varði 27,3 millj­ón­um til að birta aug­lýs­ing­ar fyr­ir kjör­dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn varði 27 millj­ón­um, Sjálf­stæðis­flokk­ur og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn 20,5 millj­ón­um hvor flokk­ur og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð 17,5 millj­ón­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur aug­lýsti of­ast í sjón­varpi, Sam­fylk­ing­in eyddi mest flokka í út­varps­aug­lýs­ing­ar en Frjáls­lyndi mestu í blaðaaug­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert