Íslendingar nota iTunes-verslunina

Fjöl­marg­ir Íslend­ing­ar nýta sér iTu­nes-vef­versl­un­ina til að kaupa sér lög og kvik­mynd­ir fyr­ir mun lægra verð en tíðkast hér­lend­is. Þetta gera þeir þrátt fyr­ir að ekki sé boðið upp á þjón­ust­una á Íslandi. iTu­nes er vef­versl­un Apple-fyr­ir­tæk­is­ins í Banda­ríkj­un­um og er starf­rækt þar og í nokkr­um öðrum lönd­um, þó ekki á Íslandi.

Íslensk­ir not­end­ur hafa séð við þess­um tak­mörk­un­um með því að not­ast við sjálf­stæða sölu­menn á net­inu, t.d. itu­nes­hop.net, til að kaupa fyr­ir­fram­greidd gjafa­kort sem ætluð eru til notk­un­ar í Banda­ríkj­un­um. Þá gefa þeir upp heim­il­is­fang þar í landi og fá kóða send­an í tölvu­pósti, en með hon­um öðlast þeir aðgang að versl­un­inni eins og þeir væru vestra.

Í könn­un sem gerð var á vefsíðunni macl­antic.com, sem er vefsíða áhuga­manna um Apple-vör­ur hér­lend­is, sögðust rúm­lega 300 manns hafa aðgang að versl­un­inni. Á spjall­borði síðunn­ar er að finna umræður um versl­un­ina, sem virðist eiga sér breiðan hóp viðskipta­vina.

Ljóst er að ís­lensk­ir not­end­ur geta sparað veru­leg­an pen­ing á að kaupa sér aðgang að iTu­nes, en síðan býður not­end­um upp á að kaupa lög fyr­ir tæp­lega 80 kr., leigja kvik­mynd fyr­ir rúm­lega 300 kr. og kaupa mynd­ina fyr­ir um 1.200 kr.

„Þetta er ólög­legt á Íslandi,“ seg­ir Snæ­björn Stein­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Smáís. „Við höf­um hingað til ekki farið í mála­ferli út af iTu­nes því við sjá­um að fólk er að reyna að fara lög­legu leiðina.“

Ei­rík­ur Tóm­as­son laga­pró­fess­or tek­ur í sama streng með lög­mætið, „ef þetta er gert án heim­ild­ar rétt­haf­anna eða þeirra sem setja [efnið] á síðuna, þá er þetta ólög­legt“.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka