30 þúsund manns á tónleikum

Um þrjátíu þúsund manns eru á tónleikunum Náttúru í Laugardalnum
Um þrjátíu þúsund manns eru á tónleikunum Náttúru í Laugardalnum mbl.is/Kristinn

Talið er að um 30 þúsund manns séu samankomnir á tónleikunum Náttúru sem staðið hafa yfir frá klukkan 17 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fer allt vel fram og virðist fólk skemmta sér vel enda veður gott.

Fyrstir á svið í kvöld voru Radium, samstarfsverkefni Finnboga Péturssonar og Ghostigital, Ólöf Arnalds tók síðan við og SigurRós fylgdi þar á eftir. Síðust á svið er Björk Guðmundsdóttir en áætlað er að tónleikunum ljúki um 22:30. 

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá tónleikunum með því að smella á hnappinn hér til vinstri á forsíðunni.

Ólöf Arnalds á tónleikunum
Ólöf Arnalds á tónleikunum mbl.is/Kristinn
SigurRós steig á svið í Laugardalnum í kvöld
SigurRós steig á svið í Laugardalnum í kvöld Mbl.is/ Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert