Svangir fingralangir

mbl.is/Július

Brot­ist var inn í pylsu­vagn sem stend­ur í Hafn­ar­stræti á Ak­ur­eyri í nótt, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar, en inn­brotsþjóf­arn­ir voru gripn­ir á staðnum og munu ekki hafa haft neitt upp úr krafs­inu.

Að sögn lög­reglu voru ung­ling­ar þarna að verki, en hvort þeir voru svang­ir eða í leit að pen­ing­um ligg­ur ekki al­veg fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert