Leita leiða til að örva sjálfbæra orkugjafa

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ráðstefu Alþjóða orkuráðsins í Lundúnum í dag, að íslensk stjórnvöld muni leita leiða, m.a. gegnum skattkerfið, til að örva notkun á sjálfbærum orkugjöfum.

„Ísland á ekki langt í land með að verða fyrsta hagkerfið sem notar eingöngu endurnýjanlega orkugjafa. Við erum tilbúin til að gera það sem þarf til að stíga það skref til fulls," sagði Geir.

Hann sagði, að í sjávarútvegi og samgöngum á Íslandi væri nánast eingöngu notað jarðefnaeldsneyti en m.a. væri hægt að beita skattlagningu á eldsneyti, farartækjum og skipum til að hvetja til breytinga á þessu. 

Geir sagði einnig, að  nánast allar orkulindir á Íslandi væru í eigu ríkisins. Sl. vor hefði verið sett ný löggjöf, sem miðaði að því að opna fyrir fjárfestingu einkaaðila í orkuvinnslu en þar væri skilgreint hlutverk opinberra fyrirtækja og settar reglur um aðgang einkaaðila að orkuvinnslu. 

Ræða Geirs 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert