Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að þau tíðindi, sem bárust af veikindum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, séu sorgleg og mikið áfall. Árni segist munu sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum, sem væntanlega fara fram 9. maí.
Árni sagði, að nú væri mikilvægast af öllu, að halda starfinu í stjórnkerfinu gangandi miðað við þá áætlun sem liggur fyrir í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þá sagðist Árni treysta Samfylkingunni til að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum af heilindum fram að kosningum.
Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins stendur enn yfir í Valhöll.