Árni: Sorglegt og mikið áfall

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, segir að þau tíðindi, sem bárust af veikindum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, séu sorgleg og mikið áfall.  Árni segist munu sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum, sem væntanlega fara fram 9. maí.

Árni sagði, að nú væri mikilvægast af öllu, að halda starfinu í stjórnkerfinu gangandi miðað við þá áætlun sem liggur fyrir í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þá sagðist Árni treysta Samfylkingunni til að starfa í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum af heilindum fram að kosningum.

Miðstjórnarfundur Sjálfstæðisflokksins stendur enn yfir í Valhöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert