Ingibjörg Sólrún komin heim

Ingibjörg Sólrún ræðir við fréttamenn í Leifsstöð.
Ingibjörg Sólrún ræðir við fréttamenn í Leifsstöð. mbl.is/Kristinn

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir að þau Geir H. Haade, for­sæt­is­ráðherra, verði nú að vinna í sam­ein­ingu úr þeirri stöðu, sem upp er kom­in í stjórn­mál­um eft­ir tíðindi dags­ins.

Ingi­björg Sól­rún kom nú síðdeg­is til Íslands frá Svíþjóð þar sem hún gekkst und­ir aðgerð vegna heila­æxl­is. Hún ræddi við frétta­menn í Leifs­stöð og sagðist í morg­un hafa fengið þær bestu frétt­ir af sín­um veik­ind­um sem hún gat fengið þegar ljóst varð, að heila­æxlið reynd­ist allt vera góðkynja. Á sama tíma hefði hún fengið mik­il ótíðindi af for­sæt­is­ráðherra og hans veik­ind­um, sem hann þyrfti nú að tak­ast á við.

„Úr þess­ari stöðu þurf­um við tvö  að vinna  í sam­ein­ingu. Við mun­um ræða sam­an í ljósi þess­ara breyt­inga, sem þetta hlýt­ur að hafa á sam­starf okk­ar og hvernig við skipu­leggj­um tíma okk­ar á næst­unni," sagði Ingi­björg Sól­rún og bætti við að von­andi fengju þau svig­rúm til þess.

Fram kom á miðstjórn­ar­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag að flokk­ur­inn vill að boðað verði til kosn­inga 9. maí.  Ingi­björg sagðist telja, að sá tími geti vel komið til álita eins og hver ann­ar og maí geti verið ágæt­ur tími til að kjósa. Hins veg­ar ætti  al­veg eft­ir að fara yfir það og ræða það milli stjórn­ar­flokk­anna og vænt­an­lega við for­ystu­menn annarra flokka, hvaða tíma­setn­ing sé best í því efni.

Ingi­björg Sól­rún sagði að það væri til­tölu­lega ein­falt verk­efni að boða til kosn­inga. Flókn­ara yrði að tak­ast á við þau brýnu úr­lausn­ar­efni, sem nú blasi við. Sagði hún að stjórn­ar­flokk­arn­ir verði að sjá til þess að það verði gert og Sam­fylk­ing­in muni ekki hlaupa frá því verki, að sjá til þess að það verði stjórn í land­inu fram að kosn­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert