Landsfundur VG í mars

Frá síðasta landsfundi VG.
Frá síðasta landsfundi VG. mbl.is/ÞÖK

Á stjórn­ar­fundi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs síðdeg­is var ákveðið að stefna að því að halda lands­fund flokks­ins helg­ina 20.-22. mars. Dag­setn­ing fund­ar­ins tek­ur mið af vilja Vinstri grænna til að gengið verði til kosn­inga laug­ar­dag­inn 4. apríl, helg­ina fyr­ir páska.

„Á und­an kæmi stutt og snörp kosn­inga­bar­átta en um það bil tveggja mánaða tíma­bil fram að henni ætti að tryggja fram­boðum næg­an und­ir­bún­ings­tíma,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá VG.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, seg­ir í sam­tali við Reu­ters­frétta­stof­una í dag að hann sé reiðubú­inn til að taka við embætti for­sæt­is­ráðherra ef flokk­ur hans vinn­ur sig­ur í kosn­ing­um í vor.

Þá seg­ir Stein­grím­ur, að hann vilji semja upp á nýtt við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn um þá skil­mála, sem sett­ir voru fyr­ir fjár­hagsaðstoð sjóðsins við Ísland.

„Íslenska þjóðin hef­ur þegar reynt á eig­in skinni hvað sum­ir þess­ir skil­mál­ar þýða og ég held að við mynd­um njóta stuðnings marga í til­raun­um við að taka upp samn­inga við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn að nýju og að minnsta kosti laga þessa áætl­un bet­ur að ís­lensk­um þörf­um og kring­um­stæðum," seg­ir Stein­grím­ur. 

Miðlæg kosn­inga­stjórn VG er þegar tek­in til starfa og unnið er að því að koma upp staðbundn­um kosn­inga­stjórn­um í öll­um kjör­dæm­um. Opn­ir mál­efna­hóp­ar hafa verið að störf­um og mun flokk­ur­inn beita sér fyr­ir því að nýir og verðandi fé­lag­ar taki virk­an þátt í því starfi fyr­ir kosn­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert