Þorgerður: Ég er auðvitað slegin

Þorgerður Katrín ræðir við fréttamenn í Valhöll í dag.
Þorgerður Katrín ræðir við fréttamenn í Valhöll í dag. mbl.is/Ómar

„Ég er auðvitað slegin yfir þessum tíðindum og ég get ekki hugsað um annað að svo stöddu," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, eftir miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins í dag. Hún sagði hug sinn vera hjá forsætisráðherra og fjölskyldu hans enda væri hann ekki aðeins samstarfsmaður heldur einnig góður vinur.

Aðspurð sagði hún, að augljóslega gætu margir hugsað sér að vera í forustu Sjálfstæðisflokksins en hún væri ekki tilbúin að gefa út neinar formlegar yfirlýsingar um það efni, þótt það gæfi augaleið, að hún gæti hugsað sér að starfa í forustunni enda væri hún varaformaður.

Þorgerður Katrín sagði einnig, að hún teldi að við þessi tímamót þyrfti að gera breytingar á stjórnkerfinu og starfsháttum Alþingis, ekki síður en ríkisstjórninni en vildi ekki fara nánar út í þau atriði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert