Þorgerður leysir Geir af

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun gegna embætti forsætisráðherra í fjarveru Geirs H. Haarde á meðan hann verður í læknismeðferð erlendis. Geir mun hins vegar taka á ný við embættinu þegar hann kemur heim.

Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, er það ætlan Geirs að starfa áfram sem forsætisráðherra fram að kosningum í vor ef heilsan leyfir en sjálfstæðismenn vilja að boðað verði til kosninga 9. maí.

Geir sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum sem haldinn verður í lok mars. Þar verður því kosinn nýr formaður flokksins en samkvæmt upplýsingum Kristjáns eru fordæmi fyrir því bæði hér á landi og í nágrannalöndum að forsætisráðherra sé ekki formaður í sínum flokki.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka