Ingibjörg Sólrún ræðir við formenn

Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur Ágústsson ræddu við blaðamenn í …
Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur Ágústsson ræddu við blaðamenn í Leifsstöð í gær. mbl.is/Kristinn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur í dag rætt við formenn Samfylkingarfélaga um land allt um stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Mörg félög hafa samþykkt ályktanir þar sem forsvarsmenn flokksins eru hvattir til að slíta stjórnarsamstarfinu.

Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Ingibjörg Sólrún átti fund með formönnum aðildarfélaga og þingmönnum og fékk fullt umboð til að ákveða framhaldið.

Til stendur að þau Ingibjörg og Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræði síðar í dag um framhald stjórnarsamstarfsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert