Íslensk mótmæli vekja athygli

Mótmælendur við Þjóðleikhúsið í vikunni.
Mótmælendur við Þjóðleikhúsið í vikunni. mbl.is/Golli

Mótmælin gegn stjórnvöldum á Íslandi vekja mikla athygli í Bretlandi ef marka má þarlenda fjölmiðla. Margir Bretar, sem blogga við frétt á vef breska blaðsins Daily Mail um íslensk stjórnmál og mótmælaaðgerðir hvetja til samskonar aðgerða þar í landi.

Daily Mail segir  frá því að ákveðið hafi verið að halda þingkosningar á Íslandi í vor þótt kjörtímabilinu ljúki ekki fyrr en 2011. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi látið undan vaxandi þrýstingi Íslendinga, m.a. vegna stöðugra mótmælaaðgerða. Túlkar blaðið það þannig, að íslenska ríkisstjórnin sé sú fyrsta sem hafi fallið vegna lánsfjárkreppunnar. 

Fjölmargir tjá sig um fréttina í athugasemdakerfi blaðsins. „Getum við fengið þetta fólk lánað hingað til að fara eins með Gordon Brown," spyr einn lesandinn.  „Hann á ekkert annað skilið."

„Ég vildi að Bretar hefðu döngun í sér til að mótmæla ríkisstjórninni okkar, við virðumst öll þjást af sinnuleysi (þar á meðal ég). Hugsanlega myndi forsætisráðherrann okkar skilja fyrr en skellur í tönnum og boða til kosninga ef við sameinuðumst gegn honum," segir annar.

„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve mikið þessi maður hefur skuldsett Bretland, við erum öll nánast gjaldþrota. Þjóðarskuldir okkar eru nú  
£7.700.000.000.000.000.000, þetta er 7,7 billjónir punda," segir sá þriðji. 

Frétt Daily Mail

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert