Afsögn Björgvins vekur athygli

Björgvin G. Sigurðsson ræðir við fréttamenn á fundinum í morgun …
Björgvin G. Sigurðsson ræðir við fréttamenn á fundinum í morgun þegar hann tilkynnti afsögn sína. mbl.is/Golli

Afsögn Björgvins G. Sigurðssonar úr embætti viðskiptaráðherra í dag hefur vakið alþjóðlega athygli og hafa fjölmiðlar í Evrópu og Bandaríkjunum sagt frá málinu í dag.

Meðal annars fjallar bandaríska sjónvarpsstöðin CNN um afsögnina og ástandið á Íslandi á fréttavef sínum í dag og vitnar til þeirra orða Björgvins, að ríkisstjórninni hafi mistekist að ávinna sér traust landsmanna í kjölfar bankahrunsins í október.

Fréttavefur CNN

Fréttavefur Forbes

Fréttavefur Washington Post

Vefur sænska sjónvarpsins

Fréttavefur Börsen

Fréttavefur Daily Mail

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert