Björgvin segir af sér og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins hætta

Björgvin G. Sigurðsson tilkynnir um afsögn sína á blaðamannafundi í …
Björgvin G. Sigurðsson tilkynnir um afsögn sína á blaðamannafundi í viðskiptaráðuneytinu í morgun. mbl.is/Golli

Björg­vin G. Sig­urðsson viðskiptaráðherra hef­ur sagt af sér. Hann til­kynnti þetta rétt í þessu. Hann til­kynnti jafn­framt að Jón­as Fr. Jóns­son for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og stjórn stofn­un­ar­inn­ar hætti störf­um. Björg­vin seg­ist með þessu axla ábyrgð vegna banka­hruns­ins en seg­ir aðspurður að mun fleiri beri ábyrgð.

Björg­vin sagðist hafa tekið þessa ákvörðun í gær­kvöldi og jafn­framt ákveðið að stjórn og for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins þyrftu að víkja. Hann til­kynnti for­manni stjórn­ar stofn­un­ar­inn­ar, Jóni Sig­urðssyni, í morg­un að hann óskaði eft­ir því við stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að hún gangi frá starfs­lok­um við for­stjóra eft­ir­lits­ins og í kjöl­farið segði  í kjöl­farið af sér. Hafi Jón ákveðið í fram­haldi af því að biðjast lausn­ar.

Björg­vin lýsti því yfir að hann sæti áfram á þingi og ætlaði að taka þátt í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Hann sagðist enga af­stöðu taka til þess hvort nú­ver­andi rík­is­stjórn ætti að vera við völd fram að kosn­ing­um; það yrðu for­menn stjórn­ar­flokk­anna að meta.

Björg­vin sagði að eng­inn hefði þrýst á hann um af­sögn og ekki hefði verið rætt um það úti í sam­fé­lag­inu und­an­farn­ar vik­ur. Hann sagðist ekki hafa rætt málið við for­menn stjórn­ar­flokk­anna fyrr en í morg­un en hann sendi Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, bréf þar sem hann baðst lausn­ar. Björg­vin sagðist hafa tekið ákvörðun sína einn í gær­kvöldi til að höggva á þann hnút, sem væri orðinn og vildi að póli­tísk­ur friður skap­ist í land­inu til að end­ur­reisa ís­lenskt sam­fé­lag.

Björg­vin sagðist aldrei hafa verið í vafa um að hann bæri hluta af hinni póli­tísku ábyrgð á banka­hrun­inu og því að ekki hefði tek­ist að skapa traust um upp­bygg­ing­ar­starfið og hann hefði ávallt ætlað að axla hana. „Ég hef aldrei verið í vafa um að ég ber hluta af hinni póli­tísku ábyrgð og hef alltaf ætla að axla hana.“ Sagðist hann hafa trúað því lengi framanaf að rík­is­stjórn­in myndi vinna traust al­menn­ings í end­ur­reisn­ar­starf­inu en það hefði mistek­ist. Reiði fólks, van­trú­in og rof á milli þjóðar og stjórn­valda væri svo djúp­stæð. „Það verður aldrei unnið til baka nema það verði breyt­ing­ar í lyki­stofn­un­um," sagði Björg­vin.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert