Forsvarsmenn stjórnarflokkanna eru nú á fundum hverjir í sínu lagi.
Forustumenn Samfylkingarinnar komu til rúmlega klukkustundar langs fundar við forustumenn Sjálfstæðisflokksins á heimili Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, um hádegisbil og héldu síðan á heimili Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir þar sem þeir ráða ráðum sínum.
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins hafa setið á fundi á heimili Geirs síðdegis.
Óvissa ríkir um hvort stjórnarsamstarfi flokkanna verður haldið áfram en bústi er við að málin skýrist eitthvað undir kvöld.