Geir: Má ekki missa dampinn

Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn.
Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að for­svars­menn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar séu nú að ræða hvernig eigi að halda stjórn á land­inu á næstu vik­um og mánuðum. Eitt og annað megi ekki fara úr­skeiðis og ekki mætti missa damp­inn.

Geir og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, sátu á stutt­um  fundi á heim­ili Geirs í há­deg­inu ásamt Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, mennta­málaráðherra, og Öss­uri Skarp­héðins­syni, iðnaðarráðherra. Gert er ráð fyr­ir að for­ustu­menn flokk­anna muni ráða ráðum sín­um, hvor­ir í sínu lagi, fram­eft­ir degi. 

Geir sagði við blaðamenn eft­ir fund­inn, að tryggja þurfi póli­tísk­an meiri­hluta og traust stjórn­ar­sam­starf. Hægt sé að gera það jafn­hliða því, að flokk­arn­ir eru í kosn­inga­bar­áttu.

Geir sagðist ekki telja, að mik­ill ágrein­ing­ur væri á milli flokk­anna um þau verk sem þurfi að vinna en ná þyrfti utan um stöðuna. Miklu skipti að það ríki festa í lands­stjórn­inni og stjórnað sé af ábyrgð. Hins veg­ar sé greini­legt, mjög skipt­ar skoðanir séu inn­an Sam­fylk­ing­ar um fram­haldið. Nú liggi því fyr­ir, annaðhvort að leggja traust­an mál­efna­leg­an grunn að áfram­hald­andi sam­starfi eða finna ann­an kost.

Geir sagði aðspurður um til­boð VG um þjóðstjórn, að ekki hafi komið fram hvað í því boði fel­ist. Stjórn­ar­sam­starf hljóti að byggja á mál­efna­leg­um for­send­um, þar á meðal efna­hags­áætl­una, sem unn­in var með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Sagði Geir að sér hefði heyrst að það væri vanda­mál hjá Vinstri græn­um.

Ómak­legt að Björg­vin víki

Um af­sögn Björg­vins G. Sig­urðsson­ar, viðskiptaráðherra, sagði geir að hann teldi ómak­legt að Björg­vin víki. Hann hefði staðið sig mjög vel og verið traust­ur og góður sam­starfsmaður. Geir sagðist þó virða ákvörðun Björg­vins, sem hefði verið tekið til að leysa úr ákveðinni spennu sem mynd­ast hefði um hans ráðuneyti og stofn­an­ir.

Geir sagði að ekk­ert lægi fyr­ir um hvort frek­ari breyt­ing­ar verði á rík­is­stjórn­inni, haldi hún áfram sam­starfi. Þá lægi ekk­ert fyr­ir hvort breyt­ing­ar verði á yf­ir­stjórn Seðlabank­ans í kjöl­far þess að stjórn og for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins hætta. 

Ingibjörg Sólrún og Össur fara af fundinum með Geir og …
Ingi­björg Sól­rún og Össur fara af fund­in­um með Geir og Þor­gerði Katrínu. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert