Jón Sigurðsson: Afsögn Björgvins kom ekki á óvart

Jón Sigurðsson, fráfarandi stjórnarformaður FME.
Jón Sigurðsson, fráfarandi stjórnarformaður FME.

„Alls ekki al­gjör­lega, þetta hef­ur lengi verið í umræðunni,“ seg­ir Jón Sig­urðsson, stjórn­ar­formaður Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, aðspurður hvort af­sögn Björg­vins G. Sig­urðsson­ar, viðskiptaráðherra, hafi komið hon­um á óvart.

Jón var á stjórn­ar­fundi í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu þegar blaðamaður mbl.is náði tali af  hon­um. Sam­hliða af­sögn sinni fól Björg­vin Jóni og öðrum stjórn­ar­meðlim­um FME að ganga frá starfs­lok­um Jónas­ar Fr. Jóns­son­ar, for­stjóra FME, og óskaði jafn­framt eft­ir því að stjórn FME segði í kjöl­farið af sér. Jón vildi ekki tjá sig um það að svo stöddu. 

„Ástæða ákvörðunar minn­ar er sú sann­fær­ing mín að nauðsyn­legt sé að ryðja braut­ina fyr­ir upp­gjör og upp­bygg­ingu sem byggi á trausti al­menn­ings. For­send­ur fyr­ir því að skapa frið og traust í sam­fé­lag­inu til end­ur­reisn­ar eru meðal ann­ars þær að stjórn­mála­menn og stjórn­end­ur stofn­ana sam­fé­lags­ins axli ábyrgð,“ seg­ir Björg­vin í bréfi til Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, þar sem hann til­kynn­ir um af­sögn sína.

Fjár­mála­eft­ir­litið hef­ur legið und­ir gagn­rýni fyr­ir að hafa sofið á verðinum í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Einnig hafa þær radd­ir verið há­vær­ar að röng hug­mynda­fræði hafi verið við lýði við banka­eft­ir­lit á Íslandi. M.a sagði Gylfi Magnús­son, dós­ent við HÍ, í sam­tali við Morg­un­blaðið ný­lega að eft­ir­lits­stofn­an­irn­ar hefðu verið ein­hvers kon­ar bak­hjarl, frem­ur en varðhund­ur kerf­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert