Á fundi stjórnar Fjármálaeftirlitsins í dag var gengið frá samkomulagi um starfslok forstjóra eftirlitsins, Jónasar Fr. Jónssonar, frá 1. mars nk.
Þá kom fram á fundinum að formaður stjórnarinnar, Jón Sigurðsson, varaformaður, Sigríður Thorlacius, og varamenn þeirra, Kjartan Gunnarsson og Þuríður I. Jónsdóttir, öll skipuð í stjórnina af viðskiptaráðherra án tilnefningar, og Stefán Svavarsson og varamaður hans Sigríður Logadóttir, tilnefnd af Seðlabanka Íslands, myndu í dag óska eftir því að láta af starfi í stjórninni þegar í stað.
Björgvin G. Sigurðsson óskaði eftir afsögn stjórnarinnar í morgun áður en hann baðst lausnar úr embætti viðskiptaráðherra.